Við aðstoðum íslenska matvæla- og drykkjavöruframleiðendur sem ýmist eru eða vilja komast á Spánarmarkað. Höfuðstöðvar okkar eru í Sitges – einni af helstu gersemum Spánar sem er í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Barcelona – að hasla sér völl á Spáni til frambúðar. Sitges er 30-þúsund íbúa samfélag sem einkennist af fjölda erlendra borgara sem dvelja hér staðbundið (5% eru Bretar) og, þar sem loftslagið hér er ólíkt því sem gengur og gerist annarsstaðar á Spáni (microclimate), heldur fasteignaverði í stöðugum vexti sem laðar að sér auðuga einstaklinga.
Teymi okkar samanstendur af Íslendingum, Katalónum og Bretum. Saman hönnum við markaðsdrifna aðgerðaráætlun sem miðar að því að auka eftirspurn eftir ykkar vörum. Lykillinn er að flétta þær inn í samfélagið og aðlaga að staðbundnum matarhefðum. Samstarf okkar við helstu lúxusveitingastaði á Barcelona svæðinu setur vörur ykkar í hæsta verðflokk.
Ef þið eruð ekki komin inn á þennan markað, þá er hér efni sérstaklega ætlað ykkur. Ef þið eruð þegar komin inn, þá beitum við árangurstengdum þjónustuþáttum sem miða að því að auka veltu ykkar á Spáni sem styðja við vörur ykkar og vörumerki. Meðal þeirra eru:
- Bein samskipti við viðskiptaðila s.s. dreifingaraðila, verslanir, veitingastaði. Í mörgum tilvikum þekkja viðkomandi aðilar ekki vörurnar nægilega til þess að hvetja viðskiptavini að prófa; við búum yfir bæði þekkingu á vörunum og sögurnar á bakvið þær sem gerir þær spennandi.
- Viðbragðsþjónusta komi eitthvað upp á varðandi sendingar, afhendingu eða vörur reynast gallaðar/standast ekki væntingar. Það eitt að aðili mæti samstundis á staðinn fyrir hönd framleiðenda skiptir sköpum varðandi framtíðarviðskipti og styrkir viðskiptatengsl og orðspor.
- Markaðsprófanir og veltuaukandi aðgerðir snúast um að festa vörur og vörumerki í sessi. Samkeppnisaðilar verja umtalsverðum fjárhæðum í margskonar aðgerðir og hafa margir byggt upp alþjóðleg viðskiptaveldi; að ná bita af kökunni kallar annaðhvort á umtalsverða fjárfestingu í slíkum aðgerðum, eða að nálgast markaðinn úr annarri átt (þ.e. að skapa sérstöðu; ‘Icelandic‘ eitt og sér nægir ekki).
- Greitt aðgengi að vörum með afhendingu innan sólarhrings eykur stöðugleika og traust. Við erum með 2.000m3 vöruhús (+200m3 frysti) rétt fyrir utan Sitges og notum dreifingaraðila sem koma vörum hratt á áfangastaði innan Katalóníu.
Það er til mikils að vinna að hasla sér völl á þessum markaði. Íbúafjöldi Barcelona borgar eru 1,7 miljónir, Katalóníu 7,5 og Spánar 47. Við bætast 100 miljón ferðalanga á ári, 27% sem sækja Barcelona heim. Við þekkjum þetta svæði vel, höfum sterk tengsl við hótel- og veitingageirann og leggjum metnað í að kynna innlenda framleiðslu fyrir leiðandi aðilum og viðskiptavinum þeirra til eflingar íslensk útflutnings.
Vörur seljast ekki af sjálfu sér, ekki einu sinni íslenskar þrátt fyrir ímynd landsins. Það þarf meira til. Okkar hlutverk er að auka veltu ykkar jafnt og þétt í takt við framleiðslugetu og ná hæstu mögulegu einingarframlegð á þessu markaðssvæði.
Hér er aðeins stiklað á stóru enda koma margskonar breytur til sögu áður en endanlegur þjónustusamningur er gerður. Best er að hafa samband beint við okkur þar sem við getum rætt möguleikana sem henta – og sérsniðið þjónustuna að – ykkar fyrirtæki og vöruflokkum.